fimmtudagur, október 20, 2005

Danskir draumadrengir


Nú erum við fjölskyldan mætt á ný til Danaveldis. Heimsóknin á Íslandi var yndisleg í alla staði og var skírnardagurinn auðvitað toppurinn á ferðinni. Við nutum þess að vera í kringum fjölskyldu og vini. Enn nú er alvaran tekin við, því pabbinn er mættur til leiks í IBM. Það hefur nú gengið ágætlega að vera ein með drengina en auðvitað eru viðbrigðin þónokkur. Annars eru drengirnir að verða vel rútineraðir þannig að þetta gengur vel.
Á afrekaskrá drengjanna er það kannski helst að Hallgrímur tók sig til og velti sér á sunnudaginn, Þorsteinn er aðeins varkárari og bíður með snúninginn. Þeir eru alltaf meira vakandi fyrir umhverfi sínu og fylgjast vel með því sem við erum að gera. Nú enn eru hnefarnir ansi vinsælir og gott er að sjúga þá, þegar snuddan er ekki til staðar.
Skilum bestu kveðjum til allra á Íslandinu og þökkum fyrir allar gjafirnar sem strákarnir fengu.
Kram&knus
G,D,Þ&H