Nú er mormor farin til Íslands og við familian aftur "ein" á Bianco, hún fór í gær en morfar á sunnudaginn. Við nutum þess í botn að fá hjónakornin í heimsókn, drengirnir fóru ma. í verslunarleiðangur í Fields og í julefrukost á Domhuskælderen. Gamla settið skellti sér svo eitt kvöldið út að borða og í bíó, já það er svo þvílíkur lúksus að hafa ömmur og afa hjá sér. En eftir akkurat viku koma farfar og farmor til Danaveldis, hlökkum við mikið til.
Drengirnir halda áfram að þroskast og stækka. Þeir taka miklum framförum með hverri vikunni, Þorsteinn heldur áfram að snúast eins og skopparakringla en það nýjasta hjá kappanum er nú að reisa sig upp hvort sem það er í vagninum eða á skiptiborðinu. Ætli hann vilji ekki bara setjast upp, nennir varla mikið lengur að dúllast eitthvað liggjandi á bakinu, ekki nógu mikil aktion í því. Hallgrímur veltir sér líka en ekki af jafn miklu kappi og litli bróðir. Þeir eru smám saman að fínpússa samhæfingu handa og sjónar. Sog-og nagþörf minnkar heldur ekki og ekki kæmi það á óvart ef tönnslur myndu fara að láta sjá sig.
Eftir miklar grautar-vællings pælingar í síðustu viku hefur verið ákveðið drengirnir snæði risgraut frá Nestlé enda eru þeir hæstánægðir með hann. Þeir létu sko ekki plata sig þegar átti að koma majsvælling ofan í þá, múttan og amma beittu nú ýmsum trixum en nei...vælling borðum við ekki!!!! hehehe :)
Bestu kveðjur frá okkur öllum
Guðrún, Daði, Hallgrímur,Þorsteinn