miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Jólastemning í Köben

Halló heimur...
Nú er mormor farin til Íslands og við familian aftur "ein" á Bianco, hún fór í gær en morfar á sunnudaginn. Við nutum þess í botn að fá hjónakornin í heimsókn, drengirnir fóru ma. í verslunarleiðangur í Fields og í julefrukost á Domhuskælderen. Gamla settið skellti sér svo eitt kvöldið út að borða og í bíó, já það er svo þvílíkur lúksus að hafa ömmur og afa hjá sér. En eftir akkurat viku koma farfar og farmor til Danaveldis, hlökkum við mikið til.
Drengirnir halda áfram að þroskast og stækka. Þeir taka miklum framförum með hverri vikunni, Þorsteinn heldur áfram að snúast eins og skopparakringla en það nýjasta hjá kappanum er nú að reisa sig upp hvort sem það er í vagninum eða á skiptiborðinu. Ætli hann vilji ekki bara setjast upp, nennir varla mikið lengur að dúllast eitthvað liggjandi á bakinu, ekki nógu mikil aktion í því. Hallgrímur veltir sér líka en ekki af jafn miklu kappi og litli bróðir. Þeir eru smám saman að fínpússa samhæfingu handa og sjónar. Sog-og nagþörf minnkar heldur ekki og ekki kæmi það á óvart ef tönnslur myndu fara að láta sjá sig.

Eftir miklar grautar-vællings pælingar í síðustu viku hefur verið ákveðið drengirnir snæði risgraut frá Nestlé enda eru þeir hæstánægðir með hann. Þeir létu sko ekki plata sig þegar átti að koma majsvælling ofan í þá, múttan og amma beittu nú ýmsum trixum en nei...vælling borðum við ekki!!!! hehehe :)
Bestu kveðjur frá okkur öllum

Guðrún, Daði, Hallgrímur,Þorsteinn

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Tilraun til jólakortamyndatöku

Julenisser



Bræðrakærleikur eftir erfiða photosession

mánudagur, nóvember 21, 2005

Af grautum og heimilishjálp


Loksins látum við familian heyra aðeins í okkur eftir langt hlé. Við græddum heldur betur í síðustu viku þegar amma Lilja brá undir sig betri fætinum og kom út til okkar til þess að hjálpa hjá stórfjölskyldunni í nokkra daga. Það hefur verið frábært að hafa hana í smá tíma og ansi mikil vítamínsprauta fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Drengirnir hafa því heldur betur notið þess að hafa ömmuna hjá sér.
Rétt rúmlega 4 mán. fengu strákarnir graut í fyrsta skipti. Þeir eru ansi kátir með þessa nýjung og kætast heldur betur þegar grautarskálin birtist. Við erum svo núna smám saman að auka skammtinn í hvert skipti og vonumst eftir að þeir taki smá kipp í þyngd.
Amma og afi í Álftamýri eru núna í Amsterdam þar sem afi Nonni er á námskeiði en þau munu svo koma til okkar í bakaleiðinni og dekra enn frekar við okkur. Amma og afi í Ánalandi verða svo á ferðinni í byrjun desember og munum við njóta tímans með þeim líka. Alveg nauðsynlegt að fá ömmurnar og afana í heimsókn einstöku sinnum en stundum finnst okkur fjölskyldan vera fulllangt í burtu.
Knús til allra á Íslandi
Familien

mánudagur, nóvember 07, 2005

4 mánaða peyjar


Langt síðan síðast....ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, 4 mánuðir síðan drengirnir komu í heiminn.

Allt gengur sinn vanagang á Bianco. Drengirnir græddu heldur betur um daginn þegar Kári farbror og Vilborg komu í heimsókn með Djurgården búninga. Sennilega verður að bíða örlítið þar til drengirnir geti stokkið af stað á eftir tuðru í þeim.
Snúningar og veltingar halda áfram að vera vinsælir hjá piltunum en Þorsteinn vildi heldur betur ekki vera eftirbátur bróður síns og snéri sér af bakinu á magann um daginn. Þeir eru enn að uppgötva hendurnar á sér og svo er ansi spennandi að klípa í táslurnar á skiptiborðinu.
Við familian höfum ákveðið að vera yfir jólin í Danmörku. Erum farin að hlakka til að njóta rólegra danskra jóla, svona áður er haldið verður heim á Klakann. Von er svo reyndar á góðum gestum til okkar um áramótin.
Segjum það í bili
knús & kossar
Den store familie