laugardagur, desember 24, 2005
fimmtudagur, desember 22, 2005
mánudagur, desember 19, 2005
Bólusetning og jólaundirbúningur
Fórum til læknisins í 5 mánaða skoðun í morgun. Drengirnir stóðu sig vel og létu ekki mikið í sér heyra þegar doktor Lisbet bólusetti þá, heyrðist ekkert í Hallgrími en Þorsteinn varð pínu sár. Þeir eru báðir hraustir og flottir en eru samt í léttari kantinum. Erum ekki að stressa okkur of mikið vegna þess, þeir taka þetta frekar á lengdina og eru høj, pæn og slank eins og Danirnir segja.
Jólaundirbúningur var tekinn með trompi um helgina, jólakortin komin í póst og smákökur voru bakaðar á laugardagsmorgun. Loks var svo heimilið þrifið hátt og lágt í gær, en við familian enduðum daginn á að fjárfesta í einu stykki jólatré, sem reyndist vera frekar í stærra lagi þegar heim var komið. Það er í góðu lagi þó að tréð fylli vel út í litlu stofuna okkar enda hafði tvibbamamman fyrr í vikunni keypt 180 pera jólaseríu sem einnig er með 8 mismunandi "blikkprógrömmum", nett Ibiza-stemning þegar allt er sett á fullt...en er ekki nauðsynlegt að sleppa Kananum í sér lausum endrum og sinnum eins og einhver góður maður sagði :). 5 mán. snáðunum finnst þetta nú ekki leiðinlegt og geta setið í ömmustólnum lengi og dáðst að ljósadýrðinni. Elduðum svo í gær nettan æfingadinner en dönsk jólaönd var á borðum með brúnuðum kartöflum og öllu tilheyrandi. Nú vantar bara að ná í TripTrap stóla fyrir drengina svo þeir geti nú fylgst með þegar jólasteikin verður snædd á aðfangadagskvöld.
Læt þetta nægja í bili
Knús frá okkur öllum
Jólaundirbúningur var tekinn með trompi um helgina, jólakortin komin í póst og smákökur voru bakaðar á laugardagsmorgun. Loks var svo heimilið þrifið hátt og lágt í gær, en við familian enduðum daginn á að fjárfesta í einu stykki jólatré, sem reyndist vera frekar í stærra lagi þegar heim var komið. Það er í góðu lagi þó að tréð fylli vel út í litlu stofuna okkar enda hafði tvibbamamman fyrr í vikunni keypt 180 pera jólaseríu sem einnig er með 8 mismunandi "blikkprógrömmum", nett Ibiza-stemning þegar allt er sett á fullt...en er ekki nauðsynlegt að sleppa Kananum í sér lausum endrum og sinnum eins og einhver góður maður sagði :). 5 mán. snáðunum finnst þetta nú ekki leiðinlegt og geta setið í ömmustólnum lengi og dáðst að ljósadýrðinni. Elduðum svo í gær nettan æfingadinner en dönsk jólaönd var á borðum með brúnuðum kartöflum og öllu tilheyrandi. Nú vantar bara að ná í TripTrap stóla fyrir drengina svo þeir geti nú fylgst með þegar jólasteikin verður snædd á aðfangadagskvöld.
Læt þetta nægja í bili
Knús frá okkur öllum
þriðjudagur, desember 13, 2005
Flutningar
fimmtudagur, desember 08, 2005
Jólatívolí
Nú eru amma og afi í Ánalandi komin í heimsókn til okkar familiunnar. Dagurinn í dag var tekinn með trompi því í tívolí var haldið með skriðdrekann og bananabræður innanborðs. Heilsað var upp á nissa og hinar ýmsu jólafígúrur og auðvitað vildu bræðurnir ekki missa af fjörinu. Létu fljótlega í sér heyra þegar inn var komið enda menn sem vilja fylgjast með þegar einhvað er um að vera. Ferðinni var síðan slúttað í Restaurant Grøften var sem fullorðna fólkið snæddi hefðbundinn julefrokost en ungu herramennirnir fengu Ris a la mande a la Nestlé. Eftir góðan túr í tívolí var gott að komast heim í stutt bað og hlýtt rúm þar sem stefnumót við Óla Lokbrá beið bræðranna.
Jólakveðjur
Slefbert og Grautargámur
þriðjudagur, desember 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)