laugardagur, febrúar 25, 2006

Halló Heimur

Halló heimur
Jæja þá erum við familian lent á Klakanum. Síðustu dagarnir úti í DK voru ansi skrautlegir en strákarnir nældu sér í hressandi ælupest þegar pökkun í gáminn stóð sem hæst. Hallgrímur var ekki lengi að losa sig við pestina en Þorsteinn var nokkra daga að jafna sig. Sem betur fer kom amma Fanney og gat hjálpað okkur á lokasprettinum.

Ferðalagið hingað heim gekk ágætlega enda voru piltarnir þá orðnir að mestu frískir.Það fer vel um okkur hérna í Ánalandinu hjá ömmu og afa og látum við þau dekra við okkur reglulega. Settið er á fullu í íbúðarleit og hefur það gengið ágætlega, draumaíbúðin enn ekki fundin en hún nálgast óðum. Langafi Don Geir arfleiddi forláta Volvo-bifreið okkur fjölskyldunni og erum við nú stoltir eigendur sænska eðalvagnsins. Ekki amalegt það enda kjarnafjölskylda hér á ferð. Af drengjum er allt gott að frétta. Þeir hafa heldur betur tekið við sér og hesthúsa núna stórum skammti af hafragrauti á morgnanna ásamt lýsi, já sem sagt alvöru karlmenn og ekki finnst afa Árna það leiðinlegt. Þeir eru báðir skuggalega nálægt því að skríða, skella hnjánum undir mjaðmirnar og ýta sér áfram. Það vantar bara herslumuninn.....úffff þetta má nú alveg bíða enda menn ekki nema rúmlega 7 mán. Þeir eru líka eiginlega farnir að sitja, finnst samt meira sport að praktisera skriðtæknina, sjálfum sér líkir með það, mun meira spennandi að vera á hreyfingu en sitja kyrrir!!!! 2 tönnslur í neðri góm eru farnar að sjást, sem veldur smá pirringi sem kemur aðallega fram á næturnar. Þeir eru ansi samtaka en tönnslurnar fundust sama daginn hjá þeim báðum, fyrst hægra megin og loks vinstra megin.....eineggja hmmm ?? Í gær sýndist okkur svo þriðja og fjórða tönnin í neðri góm vera að laumast fram. Látum þennan fréttapistil duga í bili, verðum dugleg að birta myndir og fréttir af okkur fjölskyldunni fyrir vini og vandamenn erlendis.
Ný ísl. símanúmer okkar eru
GJ 8685330
DÁ 8972733
Knús og kossar