fimmtudagur, júlí 27, 2006

Myndir úr afmæli og fleira



Afmælisveislan heppnaðist ótrúlega vel og fengum strákarnir margar flottar gjafir. Innilegar þakkir fyrir það. Annars hafa þeir verið í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa í Álftamýri undanfarna viku og eru ansi sáttir þar. Enda eru þau nú dugleg að dekstra við þá, vöflur amk 2 í viku og alltaf heitur matur í hádeginu.
Strákarnir hafa núna verið frískir í um mánuð og vonum við að svo verði áfram. Þorsteinn tók fyrstu skrefin fyrir stuttu. En þeir fengu kerru og sparkbíl í afmælisgjöf sem er fínt að nota í gönguæfingar. Strákarnir tala endalaust, eða allavega sín á milli... það er aðallega dadad, gakk og ýmislegt annað. Þeir eru ansi hrifnir af nýju leikföngunum en ekkert er þó spennandi eins og eitt stykki sleif og skál.
Gúbbarnir byrja svo hjá nýju dagmömmunni 1.ágúst. Það verður stuð. Sem sagt nóg að gera hjá familiunni

föstudagur, júlí 07, 2006

Afmælisbræður



Við eigum afmæli í dag
Við eigum afmæli í dag
Við eigum afmæli í dag
Við eigum afmæli í dag

Sjáumst í afmælispartýinu á morgun

Knús frá Álfunum

ps. fullt af nýjum sumarmyndum á myndasíðunni