fimmtudagur, október 20, 2005
Danskir draumadrengir
Nú erum við fjölskyldan mætt á ný til Danaveldis. Heimsóknin á Íslandi var yndisleg í alla staði og var skírnardagurinn auðvitað toppurinn á ferðinni. Við nutum þess að vera í kringum fjölskyldu og vini. Enn nú er alvaran tekin við, því pabbinn er mættur til leiks í IBM. Það hefur nú gengið ágætlega að vera ein með drengina en auðvitað eru viðbrigðin þónokkur. Annars eru drengirnir að verða vel rútineraðir þannig að þetta gengur vel.
Á afrekaskrá drengjanna er það kannski helst að Hallgrímur tók sig til og velti sér á sunnudaginn, Þorsteinn er aðeins varkárari og bíður með snúninginn. Þeir eru alltaf meira vakandi fyrir umhverfi sínu og fylgjast vel með því sem við erum að gera. Nú enn eru hnefarnir ansi vinsælir og gott er að sjúga þá, þegar snuddan er ekki til staðar.
Skilum bestu kveðjum til allra á Íslandinu og þökkum fyrir allar gjafirnar sem strákarnir fengu.
Kram&knus
G,D,Þ&H
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Góða kvöldið,
Gaman var að fá smápistil inn á heimasíðuna. Mér líst á ef þið farið að velta ykkur strax þvers og kruss, drengir. Þá verður einhvern tímann gefið í.
Amma og afi í Álftamýri
Ég held að allir séu sammála um að skírnardagurinn hafi verið alveg yndislegur og langar mig að þakka kærlega fyrir mig. Ég hlakka til að hitta ykkur næst hvort sem það verður á Íslandi eða í Danaveldi. Annars er það mín persónulega skoðun að þið ættuð að drífa ykkur með búslóðina og drengina til Íslands sem fyrst svo hægt sé að fylgjast almennilega með þeim dafna! Mér sjálfri fyndist það alveg frábær hugmynd sem þið ættuð að taka alvarlega til skoðunar ;)
Kær kveðja Heiður
hola! þið eruð svo dásamlegir :) takk fyrir allt hér á íslandi. get ekki beðið eftir að trútsa ykkur aftur.
ykkar móðursystir
Bryndís
Halló
Duglegur strákur Hallgrímur, Katla hefur kannski hvíslað einhverri visku að drengjunum meðan á Íslandsheimsókninni stóð.
Knús M&K
Sælir piltar! Var bara að finna þessa síðu hjá ykkur! Flott að þið séuð eitthvað að spá í því að hreyfa ykkur, óþarfi að láta þau "gömlu" gera allt fyrir ykkur;)
Eru draumadrengirnir með ritstíflu? REMBAST SVO STRÁKAR...
Skrifa ummæli