mánudagur, nóvember 07, 2005

4 mánaða peyjar


Langt síðan síðast....ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, 4 mánuðir síðan drengirnir komu í heiminn.

Allt gengur sinn vanagang á Bianco. Drengirnir græddu heldur betur um daginn þegar Kári farbror og Vilborg komu í heimsókn með Djurgården búninga. Sennilega verður að bíða örlítið þar til drengirnir geti stokkið af stað á eftir tuðru í þeim.
Snúningar og veltingar halda áfram að vera vinsælir hjá piltunum en Þorsteinn vildi heldur betur ekki vera eftirbátur bróður síns og snéri sér af bakinu á magann um daginn. Þeir eru enn að uppgötva hendurnar á sér og svo er ansi spennandi að klípa í táslurnar á skiptiborðinu.
Við familian höfum ákveðið að vera yfir jólin í Danmörku. Erum farin að hlakka til að njóta rólegra danskra jóla, svona áður er haldið verður heim á Klakann. Von er svo reyndar á góðum gestum til okkar um áramótin.
Segjum það í bili
knús & kossar
Den store familie

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ FJÓRA MÁNUÐINA, Hallgrímur og Þorsteinn.
Stutt síðan við drukkum mánaðarafmæliskaffið með ykkur.

Nafnlaus sagði...

Nei sko... bara orðnir alveg 4 mánaða!! :D Til lukku með það drengir;)

Kveðja úr sveitinni;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með 4 mánaða afmælið litlu stubbarnir. Þið eruð aldeilis duglegir að vera farnir að toga í táslurnar.
Það er nú meira hvað þið eruð flottir og sætir í Djurgården teyjunum frá farbror Kára og Vilborgu.
Knús frá ömmu Fanneyju og afa Árna

tótla sagði...

æiiiii ooooo ætliði að vera úti um jólin:( það þýðir þá væntanlega að ég sé drengina ekki fyrr en þeir eru eins árs, ef þið komið tiol Íslands næsta sumar. Jæja, eitthvað til að hlakka til:) bestu kveðjur frá Ástrallalíu.....

Björk sagði...

Þeir eru svo sætir. Tíminn líður svo hratt. Veist ekki af áður en þeir eru farnir að hlaupa á eftir tuðru.

Dagny Ben sagði...

Til hamingju litlu fraendur :0)
A ekki bara ad skella ser i heimsokn til Stokkholms til ad monta sig af göllunum? ;0)

Nafnlaus sagði...

hlátur og grátur á þjóðarbókhlöðunni yfir fegurðinni á þessari síðu :) mamma ykkar var búin að viðra þessa jólahugmynd við mig og mér finnst hún kósí.. en Þetta þýðir bara eitt: ég kem með real búninga frá spáni á nýju ári.

knús og kram elsku strákar!

Védís sagði...

Er að fylgjast með trútsunum og stemmningunni í Sjöben með öðru auga. Þetta verða ansi hugguleg jól hjá ykkur. Ekki frá því að það bætist við jólagjafakvótann í ár.

Hlýlegar kveðjur frá Klakanum!