mánudagur, nóvember 21, 2005
Af grautum og heimilishjálp
Loksins látum við familian heyra aðeins í okkur eftir langt hlé. Við græddum heldur betur í síðustu viku þegar amma Lilja brá undir sig betri fætinum og kom út til okkar til þess að hjálpa hjá stórfjölskyldunni í nokkra daga. Það hefur verið frábært að hafa hana í smá tíma og ansi mikil vítamínsprauta fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Drengirnir hafa því heldur betur notið þess að hafa ömmuna hjá sér.
Rétt rúmlega 4 mán. fengu strákarnir graut í fyrsta skipti. Þeir eru ansi kátir með þessa nýjung og kætast heldur betur þegar grautarskálin birtist. Við erum svo núna smám saman að auka skammtinn í hvert skipti og vonumst eftir að þeir taki smá kipp í þyngd.
Amma og afi í Álftamýri eru núna í Amsterdam þar sem afi Nonni er á námskeiði en þau munu svo koma til okkar í bakaleiðinni og dekra enn frekar við okkur. Amma og afi í Ánalandi verða svo á ferðinni í byrjun desember og munum við njóta tímans með þeim líka. Alveg nauðsynlegt að fá ömmurnar og afana í heimsókn einstöku sinnum en stundum finnst okkur fjölskyldan vera fulllangt í burtu.
Knús til allra á Íslandi
Familien
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þið eruð flottastir strákar það finnst okkur afa alla vega. Hlökkum mikið til að sjá ykkur í desember þegar við komum að heimsækja ykkur. Þangað til knús og kossar frá okkur afa.
Fanney amma
Skrifa ummæli