miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Jólastemning í Köben

Halló heimur...
Nú er mormor farin til Íslands og við familian aftur "ein" á Bianco, hún fór í gær en morfar á sunnudaginn. Við nutum þess í botn að fá hjónakornin í heimsókn, drengirnir fóru ma. í verslunarleiðangur í Fields og í julefrukost á Domhuskælderen. Gamla settið skellti sér svo eitt kvöldið út að borða og í bíó, já það er svo þvílíkur lúksus að hafa ömmur og afa hjá sér. En eftir akkurat viku koma farfar og farmor til Danaveldis, hlökkum við mikið til.
Drengirnir halda áfram að þroskast og stækka. Þeir taka miklum framförum með hverri vikunni, Þorsteinn heldur áfram að snúast eins og skopparakringla en það nýjasta hjá kappanum er nú að reisa sig upp hvort sem það er í vagninum eða á skiptiborðinu. Ætli hann vilji ekki bara setjast upp, nennir varla mikið lengur að dúllast eitthvað liggjandi á bakinu, ekki nógu mikil aktion í því. Hallgrímur veltir sér líka en ekki af jafn miklu kappi og litli bróðir. Þeir eru smám saman að fínpússa samhæfingu handa og sjónar. Sog-og nagþörf minnkar heldur ekki og ekki kæmi það á óvart ef tönnslur myndu fara að láta sjá sig.

Eftir miklar grautar-vællings pælingar í síðustu viku hefur verið ákveðið drengirnir snæði risgraut frá Nestlé enda eru þeir hæstánægðir með hann. Þeir létu sko ekki plata sig þegar átti að koma majsvælling ofan í þá, múttan og amma beittu nú ýmsum trixum en nei...vælling borðum við ekki!!!! hehehe :)
Bestu kveðjur frá okkur öllum

Guðrún, Daði, Hallgrímur,Þorsteinn

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

tad hefur löngum talist gáfumannsmerki ad vita ungur hvad madur vill...¨
jólakvedja frá Gautaborg
Sigrún

Nafnlaus sagði...

menn með skoðanir. þið eruð nú meiri gormarnir :) ég sakna ykkar stöðugt lömbin mín.
ykkar Bidda brjál

Védís sagði...

Nei, hættið nú alveg. Stúfar komnir til byggða. Ég hélt þeir yrðu ekki fallegri... en viti menn!

Nafnlaus sagði...

Góðan daginn.
Tak for at vi måtte komme, eins og Danirnir segja svo fallega. Takk fyrir síðast strákar og gott að vita að þið haldið áfram með Nestle grautinn sem Steina frænka segir að sé svo góður og það besta sem þið getið fengið í Danmörku.
Það var klaufalegt hjá mér að skilja eftir pokana bak við hjá ykkur. Mér fannst ég vera með ískyggilega lítið og alla vega var það ekki neitt miðað við farangur íslensku kaupahéðnanna sem voru í vélinu sem ég flaug með. Guð minn góður. Verðum í sambandi.
Amma Lilja

Nafnlaus sagði...

þeir eru alveg hrikalega sætir og búnir að stækka svooooo mikið jahérna. Við skiljum vel að þeir vilji engan vælling þegar maður er búinn að smakka nestle risgrød.....mmmmm Emblu fannst hann æði.....og reyndar held ég að pabbanum hafi ekkert fundist hann síðri;) hafi þið það rosalega gott
Birna , Siggi og EMbla Ingibjörg