Fórum til læknisins í 5 mánaða skoðun í morgun. Drengirnir stóðu sig vel og létu ekki mikið í sér heyra þegar doktor Lisbet bólusetti þá, heyrðist ekkert í Hallgrími en Þorsteinn varð pínu sár. Þeir eru báðir hraustir og flottir en eru samt í léttari kantinum. Erum ekki að stressa okkur of mikið vegna þess, þeir taka þetta frekar á lengdina og eru høj, pæn og slank eins og Danirnir segja.
Jólaundirbúningur var tekinn með trompi um helgina, jólakortin komin í póst og smákökur voru bakaðar á laugardagsmorgun. Loks var svo heimilið þrifið hátt og lágt í gær, en við familian enduðum daginn á að fjárfesta í einu stykki jólatré, sem reyndist vera frekar í stærra lagi þegar heim var komið. Það er í góðu lagi þó að tréð fylli vel út í litlu stofuna okkar enda hafði tvibbamamman fyrr í vikunni keypt 180 pera jólaseríu sem einnig er með 8 mismunandi "blikkprógrömmum", nett Ibiza-stemning þegar allt er sett á fullt...en er ekki nauðsynlegt að sleppa Kananum í sér lausum endrum og sinnum eins og einhver góður maður sagði :). 5 mán. snáðunum finnst þetta nú ekki leiðinlegt og geta setið í ömmustólnum lengi og dáðst að ljósadýrðinni. Elduðum svo í gær nettan æfingadinner en dönsk jólaönd var á borðum með brúnuðum kartöflum og öllu tilheyrandi. Nú vantar bara að ná í TripTrap stóla fyrir drengina svo þeir geti nú fylgst með þegar jólasteikin verður snædd á aðfangadagskvöld.
Læt þetta nægja í bili
Knús frá okkur öllum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæ elskurnar mínar! í dag fór ponsu sending til ykkar. þar sem að ég er soddan sein þá fáið þið sennilega glaðninginn milli jóla og nýárs..
hafið það rosa gott!
knús og kram frá krullum og manni
Skrifa ummæli