Nú eru amma og afi í Ánalandi komin í heimsókn til okkar familiunnar. Dagurinn í dag var tekinn með trompi því í tívolí var haldið með skriðdrekann og bananabræður innanborðs. Heilsað var upp á nissa og hinar ýmsu jólafígúrur og auðvitað vildu bræðurnir ekki missa af fjörinu. Létu fljótlega í sér heyra þegar inn var komið enda menn sem vilja fylgjast með þegar einhvað er um að vera. Ferðinni var síðan slúttað í Restaurant Grøften var sem fullorðna fólkið snæddi hefðbundinn julefrokost en ungu herramennirnir fengu Ris a la mande a la Nestlé. Eftir góðan túr í tívolí var gott að komast heim í stutt bað og hlýtt rúm þar sem stefnumót við Óla Lokbrá beið bræðranna.
Jólakveðjur Slefbert og Grautargámur
2 ummæli:
Þið eruð nú meiru jólasveinarnir;) Vantar bara skeggið.. er það ekki einhverstaðar á leiðinni;)?
langflottastir
Skrifa ummæli