þriðjudagur, janúar 31, 2006

Smjattpattar



Spennan magnast vívívíví......

miðvikudagur, janúar 25, 2006



Halló heimur,
Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur síðustu daga. Amma Lilja kom loksins til okkar um síðustu helgi eftir að hafa verið veðurtept í Keflavík í einn sólarhring. Hún kom með pökkunargræjur og nú er tæplega 20 kassar tilbúnir í gáminn.
Hallgrímur greyið náði sér í dularfulla leiðindapest um síðustu helgi. Í fyrstu héldum við að þetta væru kannski tönnslur á leiðinni, þar sem hann var bara með hita en að öðru leiti einkennalaus. Þegar hitinn hækkaði jafnt og þétt á mánudeginum sáum við að eitthvað annað og meira var á ferðinni. Sl. þriðjudag var Hallgrímur kominn með 39,4 stiga hita og því var ákveðið að hafa samband við lækni. Við þrjú, pabbi, mamma og Hallgrímur, fórum til læknisins á meðan Þorsteinn var hjá ömmu Lilju í góðu yfirlæti. Eitthvað hefur heimilislæknirinn verið smeykur, því hann sendi okkur áfram á barnamóttökuna á Hvidovre Hospital. Þar dvöldum við í rúma 5 klst. Hallgrímur stóð sig ótrúlega vel, lúrði vel inni á milli skoðana. Hann var nú samt pínulítill í sér og vildi helst dvelja í fangi foreldranna. Eftir mikla bið, blóðprufur og ýmis tékk kom sem betur fer í ljós að þetta var einhver "saklaus" víruspest. Þegar leið á vikuna byrjaði hann að fá útbrot (var þá hitalaus) og við foreldrarnir höfum fundið út að sennilega hafi þetta varið mislingabróðir (3 dages feber). Í mælingunum á spítalanum kom í ljós að pilturinn er orðinn 75 cm, takk fyrir !!!
Þorsteinn er enn stálstleginn og hefur ekki orðið meint af og vonum við að svo verði áfram. Reyndar kemur fram að þessi barnasjúkdómur sé bráðsmitandi, en við höldum enn í veika von um að Þorsteinn sleppi í þetta skiptið.
Annars erum við að njóta síðustu dagana í Danaveldi á milli þess sem við reynum að pakka og kveðja vini.
Amma Fanney kemur á fim. og ætla að að aðstoða okkur á lokasprettinum. Jáhá það er gott að eiga góða að.....svo er bara vika í að GJ,HD & ÞD komi til landsins.
Blessos y knusos
The Bianco Clan

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Senjoritur og BabyMoonWalk

Bryndísin okkar kom hérna við á leið sinni til Madrídar í gær. Strákarnir kunnu ansi vel við sprellið í kellunni, klipu pínulítið í krullur en voru þó sérstaklega hrifnir af peysu dömunnar.

Hérna eru Þorsteinn og Bryndís að knúsast. Annars allt gott að frétta af okkur. Hafragrauturinn á morgnanna er að gera góða hluti og enn blívar perumaukið en best er það samt hjemmelavet a la mútta. Strákarnir halda áfram að þroskast. Þorsteinn er orðinn ansi lunkinn í BabyMoonWalk, sem sagt spyrnir sér aftur á bak með lófunum. Getur kannað veröldina betur þannig og nýtur þess í botn. Hallgrímur fer aðeins rólegar af stað.

GJ og strákarnir koma til landsins 5.feb en pabbalabbi kemur 8.feb. Sem sagt ekki svo langt í að stórfjölskyldan mæti á Skerið.

Þangað til næst

mánudagur, janúar 16, 2006

Einu sinni voru tveir litlir tvíburastrákar á leikteppi.....

...en það er ekki nógu spennandi lengur Hallgrímur á leið undir tölvuborð

Þorsteinn kominn undir borðstofuborð

Annars kom Kirsten hjúkkan okkar í morgun og vó drengina. Hallgrímur er orðinn 7,3 kg og Þorsteinn 7,1 kg. Við erum heldur betur ánægð með þetta, þeir hafa greinilega tekið vel við eftir veikindin um jólin.

Bkv.

Tvibbafamilian

föstudagur, janúar 13, 2006

IBM og Menu a la Bianco


Í dag fórum við drengirnir í heimsókn í vinnuna til Daða, smá sýningarferð með gauranna. Að sjálfsögðu sjarmeruðu drengirnir allt starfsfólkið en þó var hin fræga "Flatcake-Janice" hvað hrifnust. Í kvöld var prufaður Hirsegrød sem drengjunum líkaði vel. Perumauk er samt sem áður það besta og auðvelt er að framkalla bros eftir dramatíska tilraunastarfsemi með því. Strákarnir eru ekkert sérstaklega hrifnir af kartöflu-gulrótarmauki en sú eðalblanda mun verða reynd síðar. Um daginn var avókadómauk á boðstólnum...Hallgrímur var nú alveg til í að smakka á því, setti upp smá svip en Þorsteinn hryllti sig, litla manninum var sem sagt algjörlega miðboðið. Hallgrímur er frekar nýjungagjarn, svolítið forvitinn og er til í að prófa ýmislegt en Þorsteinn er hins vega ansi íhaldssamur...ég meina af hverju að vera að þessu veseni þegar perumauk og hrísgrautur er til !!!!!

miðvikudagur, janúar 11, 2006

laugardagur, janúar 07, 2006

6 mánaða prinsar

Drengirnir orðnir 6 mánaða !!! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, áður en maður veit af verða þeir farnir að hlaupa af stað. Látum myndasyrpu af peyjunum fylgja færslunni, eina mynd fyrir hvern mánuð.....Njótið vel
1.mánuður

2.mánuður

3.mánuður

4.mánuður

5.mánuður

6.mánuður

Afmælispartý 7.janúar

Bestu kveðjur frá okkur öllum

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Við fórum á kaffihús......

Bjarni frændi og Hallgrímur í góðum gír
Múttan með Þorstein sem sér eitthvað mjög girnilegt á matseðlinum

sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt ár


Þá eru fyrstu jól og áramót drengjanna liðin. Þau voru nú kannski ekki alveg eins og við höfðum planað en strákarnir veiktustu á Þorláksmessu og var hápunkti veikindanna náð á aðfangadagskvöld (þetta var þó ekkert alvarlegt, bara saklaust kvef með smá hita og almennum slappleika). Hallgrímur byrjaði á því að veikjast og loks tók Þorsteinn við af honum, múttan fékk líka að finna fyrir því en við vonum enn að pabbinn hafi sloppið. Það var því afskaplega notalegt að fá ömmu og afa í Álftamýri til okkar á annan í jólum til þess að létta undir. Drengirnir hafa, sem betur fer, allir verið að hressast og eru núna komnir í góðan gír. Við áttum saman skemmtilegt gamlárskvöld á danskri grundu, strákarnir vöknuðu þó aðeins um 12 leytið, hálfhræddir við öll lætin. GJ,DÁ og morbror höfðu skellt sér í teiti og létu kubbarnir hafa mikið fyrir sér á meðan í sprengjugleðinni, ekki svo sáttir við hávaðann. Létu mormor og morfar svitna aðeins hehe en það var nú bara í góðu lagi...
Við erum loksins búin að kaupa TripTrap stólanna fyrir strákanna og voru þeir ansi kátir með nýju hásætin þegar þeir prufukeyrðu gripina í gærdag.
Amma og afi fóru heim til Íslands seinnipartinn en við njótum þess að hafa morbror enn hjá okkur. Næstu dagar munu svo að mestu fara í skipulagningu fyrir flutninga, en þetta er allt saman að skýrast og verðum við stórfjölskyldan væntanleg á Klakann í byrjun febrúar. Með aðstoð góðs fólks mun þetta ganga vel en GJ kemur á undan með strákana á meðan pabbalabbi gengur frá og hendir í gám.
Látum þetta nægja í bili
gj,dá,þd,hd