föstudagur, janúar 13, 2006
IBM og Menu a la Bianco
Í dag fórum við drengirnir í heimsókn í vinnuna til Daða, smá sýningarferð með gauranna. Að sjálfsögðu sjarmeruðu drengirnir allt starfsfólkið en þó var hin fræga "Flatcake-Janice" hvað hrifnust. Í kvöld var prufaður Hirsegrød sem drengjunum líkaði vel. Perumauk er samt sem áður það besta og auðvelt er að framkalla bros eftir dramatíska tilraunastarfsemi með því. Strákarnir eru ekkert sérstaklega hrifnir af kartöflu-gulrótarmauki en sú eðalblanda mun verða reynd síðar. Um daginn var avókadómauk á boðstólnum...Hallgrímur var nú alveg til í að smakka á því, setti upp smá svip en Þorsteinn hryllti sig, litla manninum var sem sagt algjörlega miðboðið. Hallgrímur er frekar nýjungagjarn, svolítið forvitinn og er til í að prófa ýmislegt en Þorsteinn er hins vega ansi íhaldssamur...ég meina af hverju að vera að þessu veseni þegar perumauk og hrísgrautur er til !!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sælir ungu menn!
Það er aldeilis skemmtilegt hjá ykkur var svona gaman í heimsókninni í vinnuna til pabba ykkar? Við afi í Ánalandi fórum líka í hláturskast við að sjá ykkur svona glaða á þessari mynd.
Þið eruð sko flottastir.
knús frá afa og ömmu í Ánalandi
Hæ hæ, verð að kvitta fyrir mig, kíki alltaf reglulega á síðuna. Alveg til að bjarga deginum að sjá þessa litlu grallara, endalaust sætir :)
Kv. Karen Amelía
Skrifa ummæli