sunnudagur, janúar 01, 2006
Gleðilegt ár
Þá eru fyrstu jól og áramót drengjanna liðin. Þau voru nú kannski ekki alveg eins og við höfðum planað en strákarnir veiktustu á Þorláksmessu og var hápunkti veikindanna náð á aðfangadagskvöld (þetta var þó ekkert alvarlegt, bara saklaust kvef með smá hita og almennum slappleika). Hallgrímur byrjaði á því að veikjast og loks tók Þorsteinn við af honum, múttan fékk líka að finna fyrir því en við vonum enn að pabbinn hafi sloppið. Það var því afskaplega notalegt að fá ömmu og afa í Álftamýri til okkar á annan í jólum til þess að létta undir. Drengirnir hafa, sem betur fer, allir verið að hressast og eru núna komnir í góðan gír. Við áttum saman skemmtilegt gamlárskvöld á danskri grundu, strákarnir vöknuðu þó aðeins um 12 leytið, hálfhræddir við öll lætin. GJ,DÁ og morbror höfðu skellt sér í teiti og létu kubbarnir hafa mikið fyrir sér á meðan í sprengjugleðinni, ekki svo sáttir við hávaðann. Létu mormor og morfar svitna aðeins hehe en það var nú bara í góðu lagi...
Við erum loksins búin að kaupa TripTrap stólanna fyrir strákanna og voru þeir ansi kátir með nýju hásætin þegar þeir prufukeyrðu gripina í gærdag.
Amma og afi fóru heim til Íslands seinnipartinn en við njótum þess að hafa morbror enn hjá okkur. Næstu dagar munu svo að mestu fara í skipulagningu fyrir flutninga, en þetta er allt saman að skýrast og verðum við stórfjölskyldan væntanleg á Klakann í byrjun febrúar. Með aðstoð góðs fólks mun þetta ganga vel en GJ kemur á undan með strákana á meðan pabbalabbi gengur frá og hendir í gám.
Látum þetta nægja í bili
gj,dá,þd,hd
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Kæra fjölskylda, þökkum ykkur fyrir síðastu daga. Það var ansi notalegt að eyða með ykkur jólum og áramótum í Danmörku enda síðast sjens þar sem það styttist svo hratt að þið axlið ykkar skinn og fljúgið heim til Íslands. Vonum að þið hafið nú jafnað ykkur að fullu eftir fjörið með okkur á gamlárskvöld.
Amma og afi í Álftamýri
hæ elsku snúllurnar mínar! gleðilegt nýtt ár og takk fyrir ykkar fyrsta ár. við spænsku skötuhjúin verðum því miður farin af landinu þegar þið komið, en ætli ég láti ekki sjá mig á frónni aftur.. :)
knús og kram
Bryndís móðursystir
Kæra fjölskylda
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla(sérstaklega skemmtilega heimsókn til ykkar í vor).
Gott að heyra að strákarnir séu orðnir hressir! Ég hlakka til að hitta ykkur þegar þið flytjið á klakann.
Kær kveðja Bryndís Eiríks frænka
Skrifa ummæli