miðvikudagur, janúar 25, 2006
Halló heimur,
Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur síðustu daga. Amma Lilja kom loksins til okkar um síðustu helgi eftir að hafa verið veðurtept í Keflavík í einn sólarhring. Hún kom með pökkunargræjur og nú er tæplega 20 kassar tilbúnir í gáminn.
Hallgrímur greyið náði sér í dularfulla leiðindapest um síðustu helgi. Í fyrstu héldum við að þetta væru kannski tönnslur á leiðinni, þar sem hann var bara með hita en að öðru leiti einkennalaus. Þegar hitinn hækkaði jafnt og þétt á mánudeginum sáum við að eitthvað annað og meira var á ferðinni. Sl. þriðjudag var Hallgrímur kominn með 39,4 stiga hita og því var ákveðið að hafa samband við lækni. Við þrjú, pabbi, mamma og Hallgrímur, fórum til læknisins á meðan Þorsteinn var hjá ömmu Lilju í góðu yfirlæti. Eitthvað hefur heimilislæknirinn verið smeykur, því hann sendi okkur áfram á barnamóttökuna á Hvidovre Hospital. Þar dvöldum við í rúma 5 klst. Hallgrímur stóð sig ótrúlega vel, lúrði vel inni á milli skoðana. Hann var nú samt pínulítill í sér og vildi helst dvelja í fangi foreldranna. Eftir mikla bið, blóðprufur og ýmis tékk kom sem betur fer í ljós að þetta var einhver "saklaus" víruspest. Þegar leið á vikuna byrjaði hann að fá útbrot (var þá hitalaus) og við foreldrarnir höfum fundið út að sennilega hafi þetta varið mislingabróðir (3 dages feber). Í mælingunum á spítalanum kom í ljós að pilturinn er orðinn 75 cm, takk fyrir !!!
Þorsteinn er enn stálstleginn og hefur ekki orðið meint af og vonum við að svo verði áfram. Reyndar kemur fram að þessi barnasjúkdómur sé bráðsmitandi, en við höldum enn í veika von um að Þorsteinn sleppi í þetta skiptið.
Annars erum við að njóta síðustu dagana í Danaveldi á milli þess sem við reynum að pakka og kveðja vini.
Amma Fanney kemur á fim. og ætla að að aðstoða okkur á lokasprettinum. Jáhá það er gott að eiga góða að.....svo er bara vika í að GJ,HD & ÞD komi til landsins.
Blessos y knusos
The Bianco Clan
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jæja það er nú gott ef Þorsteinn sleppur við mislingabróðurinn. Nú er verið að undirbúa komu ykkar á öllum vígstöðvum. Rúmi, barnavagni og því nauðsynlega verður haganlega komið fyrir í Ánalandi og það bíður á sunnudaginn þegar við skilum ykkur þangað
Líði ykkur vel þessa síðustu daga í Danmörku.
ae ae elsku hallgrímur trútsalingur! gott ad sjá hvad thid lítid vel út strákar. ég er farin ad telja nidur dagana thangad til ég sé ykkur í maí :)
G&D gangi ykkur vel med allt thessa vikuna, ég veit nú ad thid massid thetta eins og allt annad sem thid takid ykkur fyrir hendur (sbr.fallegustu menn í heimi, Thorstein og Hallgrím)
luv, Bryndís
Skrifa ummæli