fimmtudagur, janúar 19, 2006

Senjoritur og BabyMoonWalk

Bryndísin okkar kom hérna við á leið sinni til Madrídar í gær. Strákarnir kunnu ansi vel við sprellið í kellunni, klipu pínulítið í krullur en voru þó sérstaklega hrifnir af peysu dömunnar.

Hérna eru Þorsteinn og Bryndís að knúsast. Annars allt gott að frétta af okkur. Hafragrauturinn á morgnanna er að gera góða hluti og enn blívar perumaukið en best er það samt hjemmelavet a la mútta. Strákarnir halda áfram að þroskast. Þorsteinn er orðinn ansi lunkinn í BabyMoonWalk, sem sagt spyrnir sér aftur á bak með lófunum. Getur kannað veröldina betur þannig og nýtur þess í botn. Hallgrímur fer aðeins rólegar af stað.

GJ og strákarnir koma til landsins 5.feb en pabbalabbi kemur 8.feb. Sem sagt ekki svo langt í að stórfjölskyldan mæti á Skerið.

Þangað til næst

4 ummæli:

Brynd� sagði...

EN FAAAALLEGT! ég verd ad segja ykkur strákar mínir ad ég hugsa vart um annad nema ykkur. Thad var dásamlegt ad komast til Frans hér í Madridarborg en svo hef ég varla talad um annad en ykkur :)
gangi ykkur vel í ad pakka og organisera.
luv
Bidda

Dagny Ben sagði...

Ji, það er aldeilis farið að styttast í Íslandsför! En skemmtilegt :)
Gangi ykkur vel að undirbúa millilandaflutninginn.

Védís sagði...

Gott að fá ykkur á Klakann elsku fjölskylda. Gaman að heyra hvað allt gengur vel! Spurning um að gefa drengjunum fyrstu verðlaun í trútsaskap? Það held ég.

Nafnlaus sagði...

ég er ekki frá því að það sé svipur með krullanum og trútsanum!!! :)
Hlakka til að fá ykkur heim!!