þriðjudagur, mars 28, 2006
mánudagur, mars 27, 2006
Búálfar á leið til dagmömmu
Úfff litlu strákarnir mínir eru á leið til dagmömmu. Við familian könnuðum aðstæður í síðustu viku og okkur leist ansi vel á . Á föstudaginn fórum við aftur í stutta heimsókn og litlu peyjarnir léku sér smá stund. Á miðvikudaginn er stefnan sett á að skilja þá eftir í ca 1 klst, við sjáum til hvernig það gengur en vonandi verða þeir sáttir. Þetta stóra skref er nú sennilega erfiðast fyrir múttuna sem finnst svo stutt síðan að litlu molarnir komu í heiminn.
Knús og kramerí
GJ og búálfarnir
þriðjudagur, mars 21, 2006
föstudagur, mars 17, 2006
Sitjandi smjattpattar en sumir eru skríðandi.....
þriðjudagur, mars 07, 2006
8 mánaða peyjar
Jæja þá eru tapparnir okkar orðnir 8 mánaða, já höfum við einhver tíma nefnt það hversu hratt tíminn líður. Drengirnir reyndar ekki alveg upp á sitt besta þar sem kvefpest setti mark sitt á helgina. Hallgrímur tók ekki langan tíma að afgreiða hana en Þorsteinn er enn svolítið slappur. Vonum að kappinn verði fljótur að hressast. Annars var afmælisdeginum fagnað með tilheyrandi hætti, undirritaður kaupsamningur...já Álfheimar 30 er okkar. Flytjum inn í síðasta lagi 15.maí en etv gæti það orðið fyrr, sjáum til, en við erum alveg í skýjunum með nýja staðinn. Múttan strax farin að innrétta í huganum, getur varla hamið sig kellan.
Verðum svo duglegri að setja inn myndir af strákunum.
K&K
Verðandi álfar í Álfheimum
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)