mánudagur, mars 27, 2006
Búálfar á leið til dagmömmu
Úfff litlu strákarnir mínir eru á leið til dagmömmu. Við familian könnuðum aðstæður í síðustu viku og okkur leist ansi vel á . Á föstudaginn fórum við aftur í stutta heimsókn og litlu peyjarnir léku sér smá stund. Á miðvikudaginn er stefnan sett á að skilja þá eftir í ca 1 klst, við sjáum til hvernig það gengur en vonandi verða þeir sáttir. Þetta stóra skref er nú sennilega erfiðast fyrir múttuna sem finnst svo stutt síðan að litlu molarnir komu í heiminn.
Knús og kramerí
GJ og búálfarnir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
jii hvad eg er montin! thid verdid módur og födur til sóma :)
Mikið líður tíminn fljótt fyrst litlu stubbarnir eru á leið til dagmömmu. Takk fyrir allar frábæru myndirnar sem þið setjið hér inn. Æðislegt að geta fylgst með ,,búálfunum".
Kveðja frá ömmusystur í Varmahlíð
Ji, a leid til dagmömmu. Thad er aldeilis. Vonandi gengur vel i klukkutima adskilnadnum a morgun.
Kvedja ur holminum, Dagny
Skrifa ummæli