þriðjudagur, mars 07, 2006

8 mánaða peyjar


Jæja þá eru tapparnir okkar orðnir 8 mánaða, já höfum við einhver tíma nefnt það hversu hratt tíminn líður. Drengirnir reyndar ekki alveg upp á sitt besta þar sem kvefpest setti mark sitt á helgina. Hallgrímur tók ekki langan tíma að afgreiða hana en Þorsteinn er enn svolítið slappur. Vonum að kappinn verði fljótur að hressast. Annars var afmælisdeginum fagnað með tilheyrandi hætti, undirritaður kaupsamningur...já Álfheimar 30 er okkar. Flytjum inn í síðasta lagi 15.maí en etv gæti það orðið fyrr, sjáum til, en við erum alveg í skýjunum með nýja staðinn. Múttan strax farin að innrétta í huganum, getur varla hamið sig kellan.
Verðum svo duglegri að setja inn myndir af strákunum.

K&K
Verðandi álfar í Álfheimum

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TIL LYKKE MED DET HELE!!! myndirnar lofa roooosalega gódu. Bjort og flott íbúd.
knús til álfanna minna :)

tótla sagði...

innilega til hamingju með slottið kæra fjölskylda, það verður spennandi að koma í heimsókn í sumar, stutt í Dalinn og ísbúðina líka:)

Védís sagði...

Dásamlegt! Til hamingju!