þriðjudagur, apríl 18, 2006

mánudagur, apríl 17, 2006

Gleðilega páska

Gleðilega páska !!!!
Við fjölskyldan höfum haft það gott um páskana. Skruppum í bústað með Möggu, Tryggva og Kötlu um helgina, kíktum aðeins á Stöðulfell og höfðum það notalegt. Drengirnir fengu reyndar einhvern dularfullan magasting yfir nóttina í bústaðnum þannig að það var ekki mikið sofið. Þeir hafa svo verið sprækir síðan, vonum að það haldist þannig áfram.
Annars hefur settið verið að taka til í myndunum og er því myndasíða drengjanna aftur komin í gagnið eftir örlítið hlé. Stefnt er að taka upp þráðinn að nýju og vera dugleg við að hlaða inn nýjum myndum reglulega fyrir fjölskyldu og vini erlendis og nú og jú líka fyrir alla hina á Klakanum.
Styttist óðum í innflutning, spenningurinn magnast með hverjum deginum. Múttan farin að vinna hálfan daginn og mun nú snúa sér líka að náminu. Gengur ansi vel hjá dagmömmunum, enn sem komið er hafa þeir bara verið til hádegis en stefnt er að því að lengja það þegar menn eru tilbúnir (og mamman líka).
Bestu kveðjur frá okkur öllum

föstudagur, apríl 07, 2006

9 mánaða gúbbar



Jæja þá eru drengir orðnir 9 mánaða. Ekki mikill afmælisbragur hér í Ánalandi síðustu daga þar sem bananarnir eru búnir að vera með magapest síðan á þriðjudaginn Þeir eru núna orðnir nánast frískir og eru í miklu stuði. Þorsteinn heldur áfram að skríða eins og herforingi en nýjasta sportið er að standa með, stiginn orðinn sem sagt ansi spennandi. Hallgrímur er farinn að finna taktinn í skriðtækni og var mjög hamingjusamur þegar hann uppgötvaði það. Þeir eru báðir farnir að segja ma ma mamma þó að Þorsteinn segi það nú mun meira, einnig er babab babba líka vinsælt. Strákarnir eru báðir að taka framtennurnar í efri góm, sú vinstra megin er komin aðeins lengra niður hjá þeim báðum, já það er merkilegt að vera með 100% sama dna !!!
Aðlögun hjá dagmömmunni gengur vel, þeim líður vel og ekki skemmir fyrir að vera alltaf tveir saman. Enn sem komið er verða þeir bara til hádegis, eða þar til þeir verða orðnir svolítið sjóaðir.
Látum nokkrar ammómyndir fylgja með
Knús og kramerí