Gleðilega páska !!!!
Við fjölskyldan höfum haft það gott um páskana. Skruppum í bústað með Möggu, Tryggva og Kötlu um helgina, kíktum aðeins á Stöðulfell og höfðum það notalegt. Drengirnir fengu reyndar einhvern dularfullan magasting yfir nóttina í bústaðnum þannig að það var ekki mikið sofið. Þeir hafa svo verið sprækir síðan, vonum að það haldist þannig áfram.
Annars hefur settið verið að taka til í myndunum og er því myndasíða drengjanna aftur komin í gagnið eftir örlítið hlé. Stefnt er að taka upp þráðinn að nýju og vera dugleg við að hlaða inn nýjum myndum reglulega fyrir fjölskyldu og vini erlendis og nú og jú líka fyrir alla hina á Klakanum.
Styttist óðum í innflutning, spenningurinn magnast með hverjum deginum. Múttan farin að vinna hálfan daginn og mun nú snúa sér líka að náminu. Gengur ansi vel hjá dagmömmunum, enn sem komið er hafa þeir bara verið til hádegis en stefnt er að því að lengja það þegar menn eru tilbúnir (og mamman líka).
Bestu kveðjur frá okkur öllum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gleðilega páska!
góda fólk! fyrir hönda allra velunnara thakka ég fyrir massa gott framlag hér. myndirnar eru audvitad snilld!
páskaknús til ykkar allra xoxoxo
Skrifa ummæli