föstudagur, maí 26, 2006
Komin í Álfheima
Halló allir saman,
Ansi mikið langt síðan síðast...enda hefur mikið gengið á hjá okkur síðustu vikur. Bryndís senjoríta kíkti í heimsókn og strákarnir fóru á hestbak í fyrsta skipti.
En það skemmtilegasta er að við erum flutt í Álfheimunum, mikil gleði og hamingja með það. Með hjálp góðs fólks gekk fljótt og vel að mála íbúðina og koma okkur fyrir. Nú má eiginlega segja að við séum almennilega flutt til Íslands :)
Annars hafa strákarnir verið svolítið lasnir undanfarið, með eyrnabólgu. Eru núna á þriðja pensilínskammtinum á tiltölulega skömmum tíma, sjáum til hvort það verði nauðsynlegt að setja rör....það ætti að ráðast í næstu viku. Þrátt fyrir þetta eru þeir sprækir sem litlir lækir, láta þetta ekki mikið á sig fá og halda áfram að taka miklum framförum. Standa orðið upp við allt og eru duglegir að ganga með. Þorsteinn er reyndar líka farinn að standa einn og óstuddur...hmm ekki svo langt í fyrstu skrefin sennilega. 5. og 6. tennurnar eru á leiðinni niður hjá þeim báðum. Af dagmömmumálum er það helsta að frétta að við fáum nýja dagmömmu hérna í hverfinu og byrja piltarnir þar 1.ágúst. Þvílíkur léttir með það, fórum í stutta heimsókn í vikunni og okkur öllum fjórum leist mjög vel á. Þeir eru farnir nánast að borða hvað sem er, komnir með leið á smábarnamat og vilja frekar borða "fullorðins"mat.
Annars erum við ótrúlega lukkuleg með íbúðina og þeir drengir virðast ekki síður ánægðir með það.
ps.komnar fullt af nýjum myndum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til hamingju með íbúðina, hlakka til að fá að kíkja :)
Kveðja, Helga
EN DÁSAMLEGT! til hamingju med thetta allt. get ekki bedid eftir ad koma í lok sumars og skoda höllina en thó umfram allt drengina :)
Til hamingju með flutninga... mættir reyna að stilla drengjunum þannig upp í myndartökum að maður sjái íbúðina:)
Skrifa ummæli