föstudagur, júní 23, 2006

Eyrnabræður að koma til

Jæja nú er bræðurnir loksins að frískast og vonum við að það haldist þannig í smá tíma. Þorsteinn er búinn að vera frísku í viku og er það met. Hallgrímur fékk sennilega sömu pestina og bróðir sinn og hefur verið í sprautum upp á Barnaspítala síðastliðna viku. Þegar menn eru svo orðnir frískir þá tekur matalystin mikinn kipp, foreldrum til mikillar lukku sem hafa reynt hvað sem er til þess að koma einhverju ofan í ungana sína. Gaman að segja frá því að í morgun NB kl.6:10, vöktu 2 hungraðir ljónsungar foreldra sína...og mamman þurfti að gjöra svo vel að survera hafragrautinn þarna á stundinni.
Þorsteinn heldur áfram að standa lengur og lengur í senn og ekki kæmi okkur á óvart ef fyrsta skrefið myndi koma bráðlega. Ætlum að taka okkur á í myndagleðinni
,enda menn orðnir frískir
Sólarkveðjur
Le grande famiglia

fimmtudagur, júní 15, 2006

Lasarusar

Strákarnir okkar halda áfram að vera lasnir...þetta fer nú að verða gott finnst okkur familunni. Þeir voru á 5.pencilin skammtinum en það sem dularfullt er að með honum voru þeir að fá hita, hafa verið kannski hitalausir á morgnanna en svo hefur hitinn stigið með deginum og loks náð toppi á næturna. Eyrun eru ekki nógu góð, þrátt fyrir þessar endurteknu meðferðir. Hne-læknirinn vill setja í þá rör við fyrsta tækifæri en það er ekki hægt þegar menn eru með sýkingu í eyrunum. Fórum með þá á barnspítalann í fyrradag og vorum við þar í allnokkra tíma. Þeir fóru í blóðprufu og komu niðurstöðurnar úr þeim að hluta til þarna strax á eftir. Líklegast er að Þorsteinn sé með einhverja bakteríusýkingu en bróðir hans með veirusýkingu. Þorsteinn fékk skot(sýklalyf) í lærið en bróðir hans slapp við það. Síðan hafa þeir ekki verið mikið skárri þe. munstrið hefur verið það sama, þó virðist Hallgrímur eitthvað skárri. Síðustu nætur hefur Þorsteinn enn verið að fá hitatoppa um miðnætti, var td. eins og eldhnöttur í nótt. Á meðan á þessu ósköpum stendur hafa þeir frekar litla matalyst, Hallgrímur borðar þó eitthvað en Þorsteinn vill eiginlega ekki neitt. Þeir eru samt báðir tveir duglegir að drekka og það munar öllu. Ætlum að hafa samband við barnalækni enn einu sinni í dag og sjá hvað þeir segja.
Þrátt fyrir þetta allt eru þeir kátir og glaðir inni á milli, léku sér td alveg frá kl.16-21 á barnaspítalanum á meðan við vorum að bíða.
Látum nú einhverjar góðar fréttir fljóta með en nýjasta sportið hjá þeim núna er að skiptast á snuðum, tékka aðeins á því hvort brósa snuð sé eitthvað betra heheh...smjatta á því í svolítinn tíma og skipta svo. Þorsteinn er farinn að henda öllu mögulegu í gólfið og segir svo gakk....Skemmtilegt að sjá hvernig þeir mannast með hverri vikunni og orðaforði og skilningur eykst.

Bkv. álfarnir
ps. annars hvetjum við alla til þess að kvitta fyrir sig, þannig að við getum séð hverjir eru að fylgjast með okkur :)

fimmtudagur, júní 08, 2006

Prakkarabræður í ham

Þorsteinn á fleygiferð Hallgrímur spakur á meðan
Sumarkveðjur
H&Þ

miðvikudagur, júní 07, 2006

Ellefu mánaða gúbbar

Drengir orðnir 11 mánaða, já það styttist óðum í fyrsta afmælisdaginn.
Strákarnir eru ótrúlega hressir miðað við ástandið en eyrnabólgan hefur verið að stríða þeim undanfarnar vikur. Fórum með þá síðast í gær til læknis og eru þeir núna komnir á fimmta pencilin skammtinn á frekar stuttum tíma. Vonum nú að þessu tímabili fari að ljúka en annars ætlar múttan að vera heima með þá þessa og næstu viku þannig að þeir geti náð sér almennilega. Bestu kveðjur frá lasarusunum