Strákarnir okkar halda áfram að vera lasnir...þetta fer nú að verða gott finnst okkur familunni. Þeir voru á 5.pencilin skammtinum en það sem dularfullt er að með honum voru þeir að fá hita, hafa verið kannski hitalausir á morgnanna en svo hefur hitinn stigið með deginum og loks náð toppi á næturna. Eyrun eru ekki nógu góð, þrátt fyrir þessar endurteknu meðferðir. Hne-læknirinn vill setja í þá rör við fyrsta tækifæri en það er ekki hægt þegar menn eru með sýkingu í eyrunum. Fórum með þá á barnspítalann í fyrradag og vorum við þar í allnokkra tíma. Þeir fóru í blóðprufu og komu niðurstöðurnar úr þeim að hluta til þarna strax á eftir. Líklegast er að Þorsteinn sé með einhverja bakteríusýkingu en bróðir hans með veirusýkingu. Þorsteinn fékk skot(sýklalyf) í lærið en bróðir hans slapp við það. Síðan hafa þeir ekki verið mikið skárri þe. munstrið hefur verið það sama, þó virðist Hallgrímur eitthvað skárri. Síðustu nætur hefur Þorsteinn enn verið að fá hitatoppa um miðnætti, var td. eins og eldhnöttur í nótt. Á meðan á þessu ósköpum stendur hafa þeir frekar litla matalyst, Hallgrímur borðar þó eitthvað en Þorsteinn vill eiginlega ekki neitt. Þeir eru samt báðir tveir duglegir að drekka og það munar öllu. Ætlum að hafa samband við barnalækni enn einu sinni í dag og sjá hvað þeir segja.
Þrátt fyrir þetta allt eru þeir kátir og glaðir inni á milli, léku sér td alveg frá kl.16-21 á barnaspítalanum á meðan við vorum að bíða.
Látum nú einhverjar góðar fréttir fljóta með en nýjasta sportið hjá þeim núna er að skiptast á snuðum, tékka aðeins á því hvort brósa snuð sé eitthvað betra heheh...smjatta á því í svolítinn tíma og skipta svo. Þorsteinn er farinn að henda öllu mögulegu í gólfið og segir svo gakk....Skemmtilegt að sjá hvernig þeir mannast með hverri vikunni og orðaforði og skilningur eykst.
Bkv. álfarnir
ps. annars hvetjum við alla til þess að kvitta fyrir sig, þannig að við getum séð hverjir eru að fylgjast með okkur :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
15 ummæli:
Ég fylgist spennt með frá Svíþjóðinni :0)
Sendi mínar bestu batakveðjur til drengjanna sem ég hef því miður aldrei hitt í eigin persónu.
jii ertu ad meina thetta dagný. thú átt eftir ad missa thig í gledi med mennina á sitthvorum arminum :)
ótrúlegt ad hafa upplifad leikgledina í thessum litlu mönnum thrátt fyrir veikindin sem hafa ónádad thá...
annars er ég gífurlega spennt ad koma í ágúst og gerast heimilisköttur í álfheimunum. hvernig er thad strákar, látum vid ekki dagmömmuna fá frí og sendum mömmu og pabba út í sveit bara?!
sendid mér endilega fleiri myndir af kotinu ykkar vid taekifaeri og jú audvitad af ykkur líka prinsar!
knús og kossar!
Heiður "frænka" fylgist að sjálfsögðu alltaf reglulega með litlu mönnunum... er alveg sammála mömmuni að nú er komið nóg að veikindum drengir!!! Fer nú að kíkja aftur fljótlega í heimsókn.
Ástarkveðjur til ykkar allra
Heiður
Hæ hæ, kíki alltaf reglulega á síðuna, leiðinleg þessi veikindi, sendi ykkur batakveðjur :)
Já já ég fylgist alltaf með hérna. Leiðinlegt með þessi veikindi, vonandi fara þeir nú að hressast.
Látið ykkur batna svo hægt sé að setja rör í eyrun og verða aftur sprækir sem lækir.
Knús
Sigrún
Leiðinlegt að heyra að þið séuð svona veikir! Eg vona að ykkur fari nú að líða betur, ekki hægt að vera svona veikur á sumrin (þó verðið sé alveg glatað).
Vonandi hitti ég ykkur sem fyrst, hafið það gott kæra fjölskylda.
kveðja Bryndís frænka úr kóp :)
p.s. mig dreymdi í nótt að ég hefði verið að passa ykkur og það var svaka stuð hjá okkur, hehe :)
Ég fylgist reglulega með ykkur og ég er alveg sammála því að nú er nóg komið af veikindum! Látið ykkur batna sem fyrst :)
Knús, Helga
Já, ég kíki reglulega á síðuna líka, gaman hvað þið eruð dugleg að setja inn myndir og fréttir af snúðunum ykkar, en ég hlakka rosalega til að hitta mennina. Styttist í það. Vona að þessi veikindi fari að klárast sem allra allra fyrst svo strákarnir verði hressir á 1 árs afmælisdaginn sem nálgast óðfluga:)
Batakveðjur frá Akureyri :) Æðislegar nýju myndirnar.. þeir eru svo hárprúðir!
Ég kíki líka öðru hvoru hérna inn, vonandi eru þeir orðnir frískir. :)
Here are some links that I believe will be interested
Here are some links that I believe will be interested
Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»
Great site loved it alot, will come back and visit again.
»
Skrifa ummæli