þriðjudagur, september 26, 2006
The twins
Allt í góðu gengi hjá stórfamiliunni....strákarnir glaðir og sælir hjá dagmömmunni. Það nýjasta er að príla upp á alla mögulega hluti, stóla, sófann og núna komast þeir alla leið upp í gluggakistu í stofunni. Sem sagt maður má alls ekki líta af þeim. Jaxlarnir eru að ryðjast fram og sést núna í 3 stykki og enn halda þeir að vera samferða með það eins og flest annað. Þetta veldur smá pirringi hjá litlu mönnunum, sérstaklega seinni partinn og svo kemur þetta niður á matarlystinni þegar þeim líður mjög illa í munninum.
Þeir eru alltaf að verða duglegri að borða sjálfir og það er mikið sport að spreyta sig með disk og gaffal. Það er þó misjafnt hvernig foreldrarnir eru stefndir fyrir slettum og og matarleifum um öll gólf.
Allt á áætlun hjá moms með verkefnið og skrifar hún núna eins og vindurinn, dugleg stelpan hehe. Það verður ekki lítil gleði þegar að þessu er lokið, þá munum við gera okkur dagamun. Stelpan ætlar allavega að nýta dekurgjafakortið í NordicaSpa frá tengdó eftir skilin umm daaaa, það verður æði.
Knús frá okkur öllum
ps. fullt af nýjum myndum af flottustu prinsunum og Berlínarferð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hæ hæ Guðrún
Ég rakst á þessa síðu um ykkar yndislegu drengi. Mikið eru þeir sætir. Yngri snúllan mín er bara einni viku yngri en þeir, fædd 13. júlí 2005, svo það er mjög gaman að lesa um uppátæki grallaranna. Ég vildi bara kasta á þig kveðju, gaman væri jafnvel að hitta ykkur við tækifæri.
Bestu kveðjur og gangi þér vel með meistaraverkefnið, ég var einmitt að skila mínu inn núna á mánudaginn.
Auður Hermannsdóttir
CHICOS! jahér hvad thid erud lekkerir. gód klipping strákar.. massa myndó. Ég er ad fara ad hitta féddu fraenks eftir 1 klst og e-d segir mér ad thid verdid raeddir :) hvad er annad haegt en ad vera med ykkur á heilanum! knúsamúsamúsamús!
Skrifa ummæli