þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Gleði, gleði gleði



Mikil hamingja með verkefnaskil fyrr í mánuðinum.
Heimavinnandi húsfreyjan er farin að vinna að nýju og líkar það mjög vel.
Strákarnir eru alltaf glaðir og kátir. Eru orðnir miklir grallarar, klifra upp á allt og reyna að taka til í skápum. Hlaupa um og hafa miklar skoðanir á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Þeir eru farnir að tala meira og segja mörg orð, herma eftir dýrum hmm þar sem jú svínið reynist hvað vinsælast. Skilja mömmu og pabba en samt finnst þeim best að skilja hvorn annan. Eru farnir að borða alveg sjálfir og vá vá þvílíkur léttir, já sjálfstæðið sigraði loks. Eru forvitnari en allt og spenntir fyrir nýjum hlutum og öllum framkvæmdum.

Lofum myndum næst, myndavélin er utan heimilis akkurat núna en mun rata til baka innan skamms hlaðin gullmolum af álfum og fleira góðu fólki.

Knús

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Guðrún mín. Ég skal skutla fotoapparatinu á morgun til ykkar, hringi á undan mér. Bestu kveðjur úr Álfaborgunum. Alda,

Gudrun sagði...

Ekkert mál Alda mín, við getum nú líka bara kíkt við til þín :)

Védís sagði...

Oh,hlakka til að sjá nýjar myndir. Svo er gaman að fá nýjar fréttir af snáðunum. Þeir vaxa og dafna hratt. Leitt að komast ekki í útskriftarteitið Guðrún mín en ég óska þér enn og aftur til hamingju með áfangann :)

Nafnlaus sagði...

hae Thorsteinn og hae Hallgrímur!
Núna er ég fraenka ykkar maett til ykkar "gömlu" borgar Köben. Mér finnst einkar skrítid ad vera hérna án ykkar. Mér finnst eins og ad handan vid hornid séud thid med glott ad strída múttu og pabba. Annars eru rétt rúmar 2 vikur thangad til ég kem thannig ad ég thid megid byrja ad hlakka til :)

elska ykkur endalaust!