föstudagur, júní 29, 2007
sunnudagur, júní 24, 2007
Draumadrengir í sveitinni
Yndisleg helgi að baki, ættarmót í Borgarfirði, afmæli, boltaleikir á Austurvelli, hlaup og pottabusl í garðinum hjá ömmu 0g afa og loks pizzaveisla. Sumarhelgarnar gerast varla betri :)
Aðlögunin gengur ótrúlega vel og virðast drengirnir sáttir við þessar breytingar enda kannski tilbúnir fyrir löngu. Von er á frændunum Kára og Bjarna til höfuðborgarinnar í næstu viku þannig að gleðin heldur áfram
Adios
Leikskólastrákarnir
föstudagur, júní 15, 2007
Maí - Júní 2007
Sumarið byrjar vel hjá okkur familiunni. Skelltum okkur til Mallorka í vikuferð í lok maí. Strákarnir voru frekar sáttir þar og undu sér vel í sólinni og hitanum. Myndir úr ferðinni eru komnar inn á síðuna. Síðan er þeir loksins komnir inn á leikskóla og byrjar aðlögun í næstu viku. Við erum orðin spennt og hlökkum til að eiga tvo stóra leikskólastráka.
Vonum að það gangi vel :)
Bjarni morbror útskrifast á morgun með BSc í rafmagninu og af því tilefni verður mikil veisla í Mýrinni. Við látum okkur að sjálfsögðu ekki vanta þar. Síðan verður sautjándinn tekinn með trompi og þrammað niður í bæ með tvíburabusinn.
Þangað til næst
Nýjar myndir úr sumarferð og úr fyrstu tveimur brúðkaupum sumarsins á myndasíðunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)