Sumarið byrjar vel hjá okkur familiunni. Skelltum okkur til Mallorka í vikuferð í lok maí. Strákarnir voru frekar sáttir þar og undu sér vel í sólinni og hitanum. Myndir úr ferðinni eru komnar inn á síðuna. Síðan er þeir loksins komnir inn á leikskóla og byrjar aðlögun í næstu viku. Við erum orðin spennt og hlökkum til að eiga tvo stóra leikskólastráka.
Vonum að það gangi vel :)
Bjarni morbror útskrifast á morgun með BSc í rafmagninu og af því tilefni verður mikil veisla í Mýrinni. Við látum okkur að sjálfsögðu ekki vanta þar. Síðan verður sautjándinn tekinn með trompi og þrammað niður í bæ með tvíburabusinn.
Þangað til næst
Nýjar myndir úr sumarferð og úr fyrstu tveimur brúðkaupum sumarsins á myndasíðunni.
1 ummæli:
Skemmtilegar myndir :0)
Gaman að heyra að strákarnir eru komnir inn á leikskóla!
Skrifa ummæli