Yndislegt jólafrí að baki þar sem brúðkaup okkar Daða þann 29.desember sl. stóð einna hæst. Athöfnin var hátíðleg í Dómkirkjunni þar sem drengirnir okkar létu til sín taka. Veislan snilld þar sem veislustjórinn Björn hinn ungi fór á kostum. Ræðurnar hver annari fyndnari og skemmtilegt stuð frameftir nóttu. Frábært að fagna með stórum hópi vina og fjölskyldu. Innilega þakkir okkur. Framundan er spennandi ár þar sem við hjónin/fjölskyldan höfum ýmislegt á prjónunum. Látum nokkrar jóla-og nýársmyndir fylgja í þetta sinn en á næstu dögum setjum við inn brúðkaupsmyndir, (sjá myndasíðu).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gaman að sjá jólamyndir! Yndislegir drengirnir ykkar að venju. Takk fyrir frábæra samveru á brúðkaupsdaginn og svo á árshátíðinni góðu - þetta var eðall í alla staði :)
takk fyrir allar yndislegu stundirnar elsku uppáhaldsfjölskyldan mín! farin að skipuleggja næsta trúts!
Skrifa ummæli