föstudagur, september 30, 2005

De nuttede drenge





Drengirnir voru ekki lengi að jafna sig á sprautunni og eru orðnir ansi hressir núna. Skelltum okkur í dönsku mæðragrúppuna í morgun, hittum þar alla 6 tvibbanna. Það getur vægast sagt orðið ansi fjörugt ef krílin öll taka sig til og öskra í kór. Hallgrímur og Þorsteinn höguðu sér eins og prinsum sæmir og létu lítið fyrir sér fara. Þurfti að vekja þá fyrir viktunina en þeir eru komnir báðir yfir 5 kg múrinn og skipta mjólkinni greinilega bróðurlega á milli sín því þeir vega nákvæmlega það sama.
Skipulagning og pökkun í fullum gangi, þvottavélin fær heldur betur að finna fyrir því. Það þarf ansi mikla bestunarhæfileika að pakka fyrir "stórfjölskylduna".
Látum hálsæfingarmyndir fylgja færslunni en við erum að æfa drengina á fullu í alls konar sprelli og sjarmatækni fyrir Íslandið.



fimmtudagur, september 29, 2005

Bólusettir peyjar





Drengirnir fóru í sína fyrstu sprautu í dag. Þeir stóðu sig eins og hetjur enda sannir íslenskir karlmenn. Létu nú samt aðeins heyra í sér enda var það alveg viðeigandi, svo var það fljótlega búið. Í kvöld eru þeir með svolítinn hita og þurftu því á extra miklu mömmu-og pabbaknúsi að halda. Ekki var sérstaklega erfitt að dobbla settið í knúserí.
Þangað til næst
K&K
GDHÞ


miðvikudagur, september 28, 2005

Bananas i Pyjamas

Nú fer heldur betur að líða að Íslandsferð, spennan magnast með hverjum deginum. Loksins erum við að verða laus við kvefið, verðum því frísk og spræk á Klakanum. Daði skellti sér í vinnuna í morgun, enda ekki langt þangað til að feðraorlofinu ljúki, en hann mun mæta ferkur til leiks 17.okt.
Við mæðginin áttum saman ljúfan morgun, drengirnir eru sprækir sem aldrei fyrr og spjölluðu við bangsana sína eftir lúrinn í vagninum. En þarna var einmitt haldinn stofnfundur "Bananas i Pyjamas" með dýrunum í Hálsaskógi þar sem málefni líðandi stundar voru tekin fyrir.
Segjum það gott í bili
K&K
G+D+H+Þ

fimmtudagur, september 22, 2005

Strandvejen



Halló heimur,

Í dag skelltum við kapparnir saman í bíltúr með settinu. Ferðinni var heitið norður Strandvejen í nettri sunnudagsstemningu (allir dagar eru sunnudagar hjá okkur). Þetta átti að vera hinn dejligste biltur en við Hellerup tók Þorsteinn sig til og gerði upp á bak. Eins og gefur að skilja er ekkert sérlega gott að sitja fastspenntur í bílstól með volga lummu í farteskinu. Tappinn reyndi því að gera sig skiljanlegan með hinum ýmsu tilbrigðum gráturs, án skilnings foreldranna. Loks rann upp fyrir þeim ljós en þar sem gamla settið hafði pakkað létt í þessa ferð var haldið heim á leið hið snarasta. Tilgangur ferðarinnar að koma auga á Palace Alexöndru prinsessu var ekki náð, en hver veit hvernær við félagarnir leggjum aftur í hann. Den kongelige familie munum við því sjarmera síðar.
MVH
Brødrene fra København

miðvikudagur, september 21, 2005

Ný heimasíða drengjanna


Jæja jæja loksins
Ný heimasíða drengjanna hefur litið dagsins ljós. Allt gott að frétta af bananabræðrum, þó að kvef og slappleiki herji á fjölskylduna.
Spennan magnast fyrir heimferð fjölskyldunnar en við lendum á Klakanum laugardaginn 1.október. Tapparnir verða svo skírðir sunnudaginn 9.okt. í Grensáskirkju. Það verður yndislegt að hitta vini og fjölskyldur okkar, þó að ansi margir hafi komið og kíkt á okkur í sumar. Hef það stutt í bili
Bestu kveðjur frá okkur öllum
ps. Hvor er nú hvað á myndinni hér fyrir ofan????