fimmtudagur, september 22, 2005

Strandvejen



Halló heimur,

Í dag skelltum við kapparnir saman í bíltúr með settinu. Ferðinni var heitið norður Strandvejen í nettri sunnudagsstemningu (allir dagar eru sunnudagar hjá okkur). Þetta átti að vera hinn dejligste biltur en við Hellerup tók Þorsteinn sig til og gerði upp á bak. Eins og gefur að skilja er ekkert sérlega gott að sitja fastspenntur í bílstól með volga lummu í farteskinu. Tappinn reyndi því að gera sig skiljanlegan með hinum ýmsu tilbrigðum gráturs, án skilnings foreldranna. Loks rann upp fyrir þeim ljós en þar sem gamla settið hafði pakkað létt í þessa ferð var haldið heim á leið hið snarasta. Tilgangur ferðarinnar að koma auga á Palace Alexöndru prinsessu var ekki náð, en hver veit hvernær við félagarnir leggjum aftur í hann. Den kongelige familie munum við því sjarmera síðar.
MVH
Brødrene fra København

5 ummæli:

tótla sagði...

það þýðir sko ekkert að pakka létt fyrir svona töffara:)

Nafnlaus sagði...

Sælir strákar
Nú er amma gamla Lilja búin að læra hvernig á að senda athugasemd.
Hlökkum ofboðslega til að taka á móti ykkur eftir viku.

Erum að redda barnavögnum handa ykkur svo þið getið sofið úti á Íslandi ef þið viljið.

Bestu kveðjur
Amma Lilja

Nafnlaus sagði...

hæ sætu mínir!!! guð ég get ekki beðið eftir ykkur :) þið eruð orðnir svo hressir í símann að ég felli nokkur hamingjutár við að spjalla við ykkur.

ykkar frænka og vinkona,
Bryndís

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flottir gæjar. :)

Védís sagði...

Nej! Det tror jeg ikke! Mínar innilegustu hamingjuóskir til ykkar drengir með þetta fallega líf sem þið hafið hlotið. Storkurinn hefur skilið ykkur eftir hjá góðu fólki :) Má ég koma í skírnina kannski og trútsa ykkur eilítið? Kv. Védís litla