Nú fer heldur betur að líða að Íslandsferð, spennan magnast með hverjum deginum. Loksins erum við að verða laus við kvefið, verðum því frísk og spræk á Klakanum. Daði skellti sér í vinnuna í morgun, enda ekki langt þangað til að feðraorlofinu ljúki, en hann mun mæta ferkur til leiks 17.okt.
Við mæðginin áttum saman ljúfan morgun, drengirnir eru sprækir sem aldrei fyrr og spjölluðu við bangsana sína eftir lúrinn í vagninum. En þarna var einmitt haldinn stofnfundur "Bananas i Pyjamas" með dýrunum í Hálsaskógi þar sem málefni líðandi stundar voru tekin fyrir.
Segjum það gott í bili
K&K
G+D+H+Þ
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Dásamlegt!
Ég hlakka ekkert smá til að hitta ykkur bananabræður. Mjög sniðugt hjá ykkur að gera þetta formlegt með sérstökum stofnfundi Bananas in Pyjamas. Ég get rétt ímyndað mér að það komist ekki hver sem er í þann klúbb :)
Það eru fleiri sem telja dagana þangað til fallegu fólki fjölgar um fjóra á Íslandi... Drenger, ég vil endilega fara að kenna ykkur að hjala á íslensku því þessi danski hreimur á ekki við þegar þið berið þessi stóru fallegu nöfn.
Get ekki beðið eftir að hitta ykkur á ný fallega fjölskylda.
Kær kveðja Heiður
Skrifa ummæli