Drengirnir fóru í sína fyrstu sprautu í dag. Þeir stóðu sig eins og hetjur enda sannir íslenskir karlmenn. Létu nú samt aðeins heyra í sér enda var það alveg viðeigandi, svo var það fljótlega búið. Í kvöld eru þeir með svolítinn hita og þurftu því á extra miklu mömmu-og pabbaknúsi að halda. Ekki var sérstaklega erfitt að dobbla settið í knúserí.
Þangað til næst
K&K
GDHÞ
fimmtudagur, september 29, 2005
Bólusettir peyjar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jæja þá. Það er vonandi að allir hafi náða að sofna þrátt fyrir eymslin í lærunum eftir sprautuna.
Ekkert smáspenningur hérna megin.
Heyrumst á morgun
Amma Lilja
já það ætti ekki að vera erfitt að dobla fólk í að knúsast með sér þegar maður er svona knúsílegur:)
Skrifa ummæli