föstudagur, apríl 07, 2006
9 mánaða gúbbar
Jæja þá eru drengir orðnir 9 mánaða. Ekki mikill afmælisbragur hér í Ánalandi síðustu daga þar sem bananarnir eru búnir að vera með magapest síðan á þriðjudaginn Þeir eru núna orðnir nánast frískir og eru í miklu stuði. Þorsteinn heldur áfram að skríða eins og herforingi en nýjasta sportið er að standa með, stiginn orðinn sem sagt ansi spennandi. Hallgrímur er farinn að finna taktinn í skriðtækni og var mjög hamingjusamur þegar hann uppgötvaði það. Þeir eru báðir farnir að segja ma ma mamma þó að Þorsteinn segi það nú mun meira, einnig er babab babba líka vinsælt. Strákarnir eru báðir að taka framtennurnar í efri góm, sú vinstra megin er komin aðeins lengra niður hjá þeim báðum, já það er merkilegt að vera með 100% sama dna !!!
Aðlögun hjá dagmömmunni gengur vel, þeim líður vel og ekki skemmir fyrir að vera alltaf tveir saman. Enn sem komið er verða þeir bara til hádegis, eða þar til þeir verða orðnir svolítið sjóaðir.
Látum nokkrar ammómyndir fylgja með
Knús og kramerí
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Jæja stóru strákar, til hamingju með 9 mánuðina. Ekki svo ýkja langt síðan ég kom frá Sólveigu sjúkraþjálfara og símarnir voru að springa af spenningi að flytja fréttirnar. Gaman að sjá nýjar myndir núna 9 mánuðum síðar og ég var einmitt að koma frá Sólveigu líka. Sjáumst á eftir
Lilja amma
til hamingju með 9 mánaða afmælið drengir. Mér finnst þið bara rosalega duglegir að læra svona margt, skríða, blaðra og þar fram eftir götunum. Dugnaður er þetta! ég segi bara eins og Þórhallur kennari; "Berjast!" en mamma ykkar skilur þennan brandara býst ég við:)
elsku trútsar! til hamingju med mánudina 9. ég kem fljótt ad bíta í bossa :) elska ykkur endalaust!
OOO þið eruð svo sætir og skemmtilegir að það verður að hálfgerði fíkn að koma og hitta ykkur!
Hlakka til að sjá ykkur bráðum.
Knús í krús
Mæja "ræstitæknir og frænka"
Jæja gott fólk, nú fer ég að láta í mér heyra og kíkja í heimsókn eftir páskahelgina! Ekki frá því að digital vélin fái að fylgja með ;)
Skrifa ummæli