sunnudagur, september 10, 2006

Allt að gerast í Heimunum

Lubbamamma með krullu-lubbu-ungana sína nýkomna úr baði

Jæja þá er múttan loksins komin heim á Klakann eftir velheppnaða DK-ferð. Feðgarnir stóðu sig ótrúlega vel allan þann tíma og með góðri hjálp fjölskyldunnar gekk þetta eins og í sögu. GJ gat nýtt tímann vel og lauk síðustu rannsókninni og er nú loks komið á hreint að skil munu verða 31.okt nk og lýkur þá kellan hinu langþráða takmarki. Það voru miklir fagnaðarfundir þegar moms mætti á svæðið en strákarnir báðir voru furðurólegir yfir breytingum. Þurftu smá tíma til þess að venjast kellunni að nýju en voru svo ansi sáttir við að fá hana aftur.

Allt gengur í sögu hjá dagmömmunni en þeir piltar una sér vel hjá henni á daginn.
Næstu helgi ætla strákarnir að vera hjá ömmu og afa í Ánalandi þar sem settið ætlar að skella sér til Berlínar í boði Kögunar. Við efumst ekki um að það muni ganga vel :)

Annars eru þeir farnir að hlaupa út um allt, skilja alltaf meir og meir. Sækja hluti og rétta okkur. Vita alveg hvað má og hvað ekki má. Finnst boltar ótrúlega spennandi föðurnum til mikillar gleði.
Knus & kram
GJ, DÁ, ÞD, HD

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAAAALELÚJA HALLELÚJA HALLELÚJA HALEEELÚÚÚJAAAAA.

litlu bollurnar ykkar! ég sem var e-d ad gaela vid ad eyda jólunum á spáni... uuu NEI ég aetla ad gista undir jólatrénu ykkar! ok? flott.
kossar og knús!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ gaman að hitta ykkur sætustu strákar um daginn. Vonandi hafa mamma og pabbi það gott í Berlín og njóta þess að vera kærustupar :)
Kv. Tinna Margrét og Þórdís Katla